Posts in Háskólinn
Tækni til bjargar Móður jörð

Bing Wu er nýr aðstoðarprófessor í Háskóla Íslands við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild. Bing bjó í Singapore í 14 ár, en ríkið er oft notað sem fyrirmynd fyrir grænar borgir. Í þessu viðtali er Bing spurð ýmissa spurninga sem varða umhverfismál á Íslandi og í Singapore, en hún er sérfræðingur í vatns- og skólpmeðferðum.

Read More
„Þörf er á aðgerðum núna“

Umhverfis- og samgöngunefnd er ein af undirnefndum Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem, líkt og nafnið gefur til kynna, vinnur að umhverfis- og samgöngumálum innan Háskólans. Forseti nefndarinnar er Ásmundur Jóhannsson og  gefur hann innsýn í störf nefndarinnar og þær áherslur sem nefndin telur að ættu að vera ríkjandi í umhverfis- og samgöngumálum innan Háskóla Íslands.

Read More
Þessi komust inn í Stúdentaráð

Úrslit kosninga til Stúdentaráðs voru kunngjörð fyrir helgi. Þar tókust á sömu tvær fylkingar og vant er, Vaka og Röskva. Röskva bar sigur úr býtum með meirihluta á öllum sviðum en tapaði þó einum fulltrúa frá því í fyrra. Þegar nýtt Stúdentaráð tekur við í maí munu því 17 fulltrúar frá Röskvu og 10 fulltrúar frá Vöku sitja í Stúdentaráði.

Read More
Fengu 400.000 krónur í umslagi

Hugrún, geðfræðslufélag sem stofnað var af hópi háskólanema árið 2016, fékk nýverið afhentar 400.000 krónur í umslagi frá Margréti Jónsdóttur. Peningurinn er styrkur til félagsins sem safnaðist í sjötugsafmæli Margrétar. ,,Hún afþakkaði allar afmælisgjafir en óskaði þess í stað eftir að áhugasamir myndu styrkja Hugrúnu. Allir meðlimir Hugrúnar eru sjálfboðaliðar og félagið er eingöngu rekið á styrkjum.”

Read More
„Ekki bara væl í stúdentum“

Jónas Már Torfason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, hefur nú á haustmisseri 2018 stýrt hlaðvarpsþættinum Umræðan sem Landsbankinn hefur staðið á bak við í samstarfi við Stúdentaráð, þar sem í hverjum þætti hafa verið tekin fyrir ákveðin málefni sem m.a. tengjast stúdentum og ungu fólki og má þar nefna fjármál stúdenta og atvinnumál, en þættina sjálfa má finna á Spotify.

Read More
Ættum við að hafa áhyggjur af uppgangi fasisma?

Pontus Järvstad er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands. Í skrifum sínum hefur hann einblínt á fasisma og lauk nýlega skrifum á fræðilegum bókarkafla um andfasisma á Íslandi á millistríðsárunum fram til í dag. Kaflann skrifaði hann ásamt Ragnheiði Kristjánsdóttur, dósent í sagnfræði og mun hann birtast í bókinni ,,Antifascism in Nordic Countries“ sem kemur út um jólin.

Read More
Hvað er vel gert í málefnum fatlaðra nemenda innan HÍ?

Aðgengismál og málefni fatlaðra eru tíðræð málefni innan háskólasamfélagsins. Það er gömul saga og ný að margt megi bæta í þeim málaflokki, hvað varðar aðgengi að húsnæði, félagslífi og þjónustu. Nú þegar verið er að innleiða nýja hugmyndafræði í lög um þjónustu við þennan þjóðfélagshóp er einnig skiljanlegt að þessi umræða brenni á mörgum einstaklingum.

Read More
„Mikilvægt að ungt fólki taki upplýstar ákvarðanir í sambandi við fjármál“

„Fjárráður - félag um fjármálalæsi“ er nýtt félag sem hyggst fræða ungt fólk um fjármál. Emil Dagsson, mastersnemi í fjármálahagfræði, einn stofnandi og formaður félagsins var fenginn til að ræða við Stúdentablaðið um Fjárráð. Hann telur að fólk sem er að taka sínar fyrstu stóru fjármálaákvarðanir vanti oft grundvallarþekkingu á fjármálaumhverfinu á Íslandi og því sé mikilvægt að til sé félag eins og Fjárráður.

Read More
Aukinn fjölbreytileiki og umburðarlyndi

Sólveig Daðadóttir er einn af stjórnarmönnum Q-félagsins og fræðslustýra þess. Hún er 21 árs, á öðru ári í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands og er jafningjafræðari fyrir Samtökin ‘78. Um daginn mælti ég mér mót við hana á Háskólatorgi og fékk hana til að segja aðeins frá Q-félagi hinsegin stúdenta.

Read More
Lokaritgerðin: Breyttar áherslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

„Þessi ritgerð er mjög viðamikil. Ég er að skoða áhrif Washingtonviskunnar, eða Washington Consensus, sem er stefna í stjórn- og efnahagsmálum sem spratt upp á níunda áratug síðustu aldar, á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sjóðurinn aðstoðar ríki sem lenda í vandræðum, líkt og í kreppunni á Íslandi,“ segir Tómas Guðjónsson sem nýverið skilaði lokaritgerð til BA-prófs í stjórnmálafræði.

Read More
„Bestu teymin eru fjölbreytt teymi“

Ada, hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, var stofnað á dögunum, en þann 11. september var stofnfundur og þar með kosið í fyrstu stjórnina. Stjórnin er fremur stór, en hún samanstendur af 11 konum sem allar eiga það sameiginlegt að vera nemar í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.

Read More
„Með öllu óásættanlegt“

Engin niðurstaða virðist liggja fyrir hvað varðar byggingu stúdentaíbúða á reit Gamla garðs þrátt fyrir ítrekuð loforð Háskóla Íslands og þrátt fyrir það að Reykjavíkurborg, Vísindagarðar og Háskóli Íslands hafi undirritað samkomulag sem var meðal annars þess efnis í mars árið 2016. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði Háskóla Íslands, SHÍ.

Read More
Lífið á Stúdentagörðunum

Íbúðir á Stúdentagörðum FS eru eftirsóttar eins og langir biðlistar og stöðug krafa stúdenta um byggingu fleiri stúdentagarða bendir til. Blaðamaður Stúdentablaðsins fór á stúfana til þess að grennslast fyrir um hvers má vænta af lífinu á Stúdentagörðunum, aðstöðu þeirra og þjónustu.

Read More
Segir fleiri leita til ættingja við kaup á fyrstu fasteign

„Það vantar gríðarlega mikið af húsnæði, við höfum verið að kortleggja húsnæðisþörfina og unnið bæði með Íbúðalánasjóði og aðilum vinnumarkaðsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Blaðamenn Stúdentablaðsins hittu Ásmund á dögunum og ræddu við hann um húsnæðisvandann sem mörg standa frammi fyrir.

Read More