Posts in Háskólinn
Þurfa að auka útgjöld um þrjá milljarða til að ná settum markmiðum

Ljóst er að Stúdentaráði Háskóla Íslands, SHÍ, þykja fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 mikil vonbrigði. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kom fram að stefnt væri að því að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna fyrir árið 2025. Í umsögn SHÍ um fjárlögin kemur fram að það muni líklega ekki nást með þessum fjárlögum.

Read More
Máltökurannsóknir Sobegga afa

Lengi vel var talið að máltaka barna væri auðskýranlegt, og í raun ómerkilegt, viðfangsefni. Börn þóttu tala ófullkomið mál sem væri ekki þess virði að rannsaka. Þetta viðhorf til barnamáls breyttist hins vegar á sjötta áratug seinustu aldar þegar málfræðingar sneru sér að meðfæddri málkunnáttu mannsins. Þá fóru þeir í auknum mæli að skoða máltöku barna sem upphafsstig þessarar innbyggðu málhæfni.

Read More
Stefna á að fara með geðfræðsluna niður á grunnskólastig

Geðfræðslufélagið Hugrún hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu, en félagið hefur meðal annars vakið mikla athygli fyrir verkefnið Huguð, auk þess sem það hefur sem fyrr staðið fyrir fræðslu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma í framhaldsskólum landsins. Á dögunum kaus félagið sér nýja stjórn, en Kristín Hulda Gísladóttir er nýr formaður Hugrúnar. Stúdentablaðið hitti hana og tók púlsinn á geðfræðslufélaginu Hugrúnu sem er að byrja sitt þriðja starfsár.

Read More
Mikið álag og lág kjör fráhrindandi

Yfirvofandi kennaraskortur er ein stærsta áskorun stjórnvalda þegar kemur að menntamálum. Kennaranemum hefur fækkað mikið síðustu ár en spár gera ráð fyrir að eftir tólf ár fáist ekki menntaðir kennarar í helming stöðugilda í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur forseti kennaradeildar Háskóla Íslands, Baldur Sigurðsson, sagt að skólakerfið verði orðið óstarfhæft eftir tíu til tuttugu ár ef ekkert verður að gert.

Read More
Framtíðardagar

Framtíðardagar Háskóla Íslands, sem samanstóðu af dagskrá í boði Náms- og starfsráðgjafar HÍ, voru haldnir á Litla torgi vikuna 12. til 16. febrúar. Yfirskrift daganna að þessu sinni var Undirbúningur fyrir atvinnulífið og frá mánudegi til föstudags fengu áhugasamir nemendur hagnýtar upplýsingar um helstu skref sem taka þarf í atvinnuleit í formi fyrirlestra og kynninga.

Read More
Ítalska fyrir byrjendur: Nám í ítölsku við Háskóla Íslands verður nú opið nemendum sem ekki hafa fyrirfram þekkingu í tungumálinu

„Ég ásamt Stefano Rosatti (aðjúnkt og forstöðumaður ítölskudeildar skólaárið 2017-2018) endurskipulögðum nýlega allt BA-námið til þess að gera algjörum byrjendum kleift að skrá sig í námið,” segir Edoardo Mastantuoni, aðjúnkt við ítölskudeild Háskóla Íslands, í samtali við Stúdentablaðið.

Read More
„Við skulum ekkert gefast upp:” Rektor HÍ kveðst almennt bjartsýnn á framtíðina þrátt fyrir þrengingar í rekstri

„Almennt séð finnst mér framtíðin vera björt, ég held að íslensku samfélagi sé nauðsynlegt að hafa sterka háskóla og þetta gengur eiginlega bara út á það að það sé spennandi að búa hérna á Íslandi, hafa hérna öflugt þekkingarsamfélag og ef það á að vera, þá verður að vera öflugur háskóli,” segir Jón Atli í viðtali við Stúdentablaðið.

Read More
Réttinda-Ronja

Háskóla Íslands er skylt samkvæmt lögum að tryggja að upplýsingar um þjónustu fyrir fatlaða nemendur séu aðgengilegar og auðfundnar. Þó er ýmislegt ábótavant í þeim efnum og erfitt getur reynst að finna upplýsingar um úrræði sem eru í boði fyrir nemendur með sértæka námsörðugleika. Starfsteymi Réttinda Ronju vill stórbæta aðgengi að upplýsingum fyrir þá háskólanema sem búa við fötlun eða skerðingu í námi.

Read More
Nýr meirihluti í Stúdentaráði

Röskva vann sigur í kosningum til Stúdentaráðs 2017 en úrslit voru gerð kunn í gærkvöld. Ljóst liggur fyrir að nýr meirihluti tekur við en undanfarin ár hefur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta verið í meirihltua í Stúdentaráði. Í Stúdentaráði Háskóla Íslands sitja 27 fulltrúar og fékk Röskva 19 menn kjörna en Vaka 8 en kjörsókn var 40,42%.

Read More
Stúdentar fagna fullveldishátíð

Fullveldishátíð stúdenta er haldin hátíðleg í dag, 1. desember. Fjármögnun háskólastigsins það málefni sem verður í forgrunni á hátíðinni í ár en deginum hefur verið fagnað allt frá árinu 1922. Í áranna rás hafa hátíðarhöldin tekið þónokkrum breytingum og smám saman hefur dagurinn orðið að sérstökum hátíðardegi stúdenta.

Read More