Þessi komust inn í Stúdentaráð

Röskvusólin.jpg
Vaka.jpg

Úrslit kosninga til Stúdentaráðs Háskóla Íslands voru kunngjörð fyrir helgi. Þar tókust á sömu tvær fylkingar og vant er, Vaka og Röskva. Röskva bar sigur úr býtum með meirihluta á öllum sviðum en tapaði þó einum fulltrúa frá því í fyrra. Þegar nýtt Stúdentaráð tekur við í maí munu því 17 fulltrúar frá Röskvu og 10 fulltrúar frá Vöku sitja í Stúdentaráði. Síðustu tvö ár hafa 18 fulltrúar frá Röskvu setið í Stúdentaráði og 9 frá Vöku en fyrir þann tíma var Vaka í meirihluta.

Nemendur kjósa sér fulltrúa eftir því á hvaða sviði þeir eru. Svona skiptast sætin eftir sviðum:

Félagsvísindasvið

  1. Ingveldur Anna Sigurðardóttir (Vaka)

  2. Róbert Ingi Ragnarsson (Röskva)

  3. Tinna Líf Jörgensdóttir (Röskva)

  4. Margrét Ósk Gunnarsdóttir (Vaka)

  5. Úlfur Traustason (Vaka)

  6. Viktor Örn Ásgeirsson (Röskva)

  7. Lilja Guðmundsdóttir (Röskva)

Hugvísindasvið

  1. Ragnhildur Þrastardóttir (Röskva)

  2. Þórdís Dröfn Andrésdóttir (Röskva)

  3. Þórhildur Elísabet Þórsdóttir (Röskva

  4. Derek Terrell Allen (Vaka)

  5. Dagur Fannar Magnússon (Röskva)

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

  1. Ásmundur Jóhannsson (Röskva)

  2. Guðrún Karitas Blomsterberg (Vaka)

  3. Aðalbjörg Egilsdóttir (Röskva)

  4. Jessý Rún Jónsdóttir (Röskva)

  5. Einar Halldórsson (Vaka)

Heilbrigðisvísindasvið

  1. Eyrún Baldursdóttir (Röskva)

  2. Azra Crnac (Vaka)

  3. Freydís Þóra Þorsteinsdóttir (Röskva)

  4. Vigdís Ólafsdóttir (Röskva)

  5. Ragna Kristín Guðbrandsdóttir (Vaka)

Menntavísindasvið

  1. Sigurður Vopni Vatnsdal (Röskva)

  2. Kolbrún Lára Kjartansdóttir (Vaka)

  3. Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir (Röskva)

  4. Björnfríður S Björnsdóttir (Vaka)

  5. Hrannar Rafn Jónasson (Röskva)

Kjörsókn var minni en í fyrra eða 36.41%. Minnst var kjörsóknin á hugvísindasviði (29.58% ) en mest á verkfræði- og náttúruvísindasviði (46.60% ).