Stúdentablaðið ræðir við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt á Félagsvísindasviði, um heilsufarsleg áhrif samfélagsmiðla. Arnar Eggert er umsjónarmaður fjölmiðlafræði sem aukagreinar og kennir um þessar mundir sérstakt námskeið um samfélagsmiðla.
Read MoreBlaðamaður Stúdentablaðsins spurði nemendur af öllum sviðum HÍ út í leyndar perlur á háskólasvæðinu. Sumir litu á fólk sem leyndar perlur en aðrir nefndu herbergi eða áhugaverða staði þar sem gott er að læra eða eiga notalega stund.
Read MoreStúdentablaðið ræðir við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra.
Read MoreClaudia Magnússon ræðir við Jóhannes Gísla Jónsson, prófessor í íslenskri málfræði við HÍ og umsjónarmann Ritvers Hugvísindasviðs, um ritferli lokaritgerða.
Read MoreViðburðurinn „Andleg heilsa á tímum loftlagsbreytinga“ verður haldinn þriðjudaginn 12. nóvember í Norræna húsinu. Elín Edda Þorsteinsdóttir ræðir við Kristínu Huldu Gísladóttur, formann Hugrúnar - geðfræðslufélags, en ýtarlegra viðtal verður birt í öðru tölublaði Stúdentablaðsins.
Read More„Það fer ekki nógur tími í að ræða og hugsa um framtíðina,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Blaðamaður Stúdentablaðsins hitti Katrínu nýverið og ræddi við hana um málefni ungs fólks og líðandi stundar.
Read MoreÞorbjörg Þorvaldsdóttir er nýr formaður Samtakanna 78 en hún er jafnframt doktorsnemi í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg er gift Silju Leifsdóttur og saman eiga þær þriggja ára dóttur. Þorbjörg hefur með kjöri sínu brotið blað í sögunni en hún er fyrsti tvíkynhneigði formaður Samtakanna 78.
Read MoreLandssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru regnhlífarsamtök stúdentahreyfinga sem starfa innan innlendra háskóla og félags námsmanna erlendis, samtals átta aðildarfélög, en samtökin eru í forsvari fyrir alla íslenska stúdenta. Formaður samtakanna er Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og var hún tekin tali um starfsemi og hlutverk samtakanna.
Read MoreFrú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík, hefur verið starfandi síðan 2009 og er stýrt af Svölu Jóhannesdóttur. Markmið verkefnisins er að ná til einstaklinga sem nota vímuefni í æð og þeirra sem eru heimilislausir og bjóða þeim skaðaminnkandi aðstoð í formi nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu.
Read More„Það er oft sagt að A hugmynd með B teymi sé verri en B hugmynd með A teymi. Hugmyndin sjálf stendur og fellur með þeim einstakling sem hún verður til hjá,“ segir Daníel G. Daníelsson, sagnfræðinemi og verkefnastjóri hjá Icelandic Startups, fyrirtæki sem þjónustar frumkvöðla og sprotafyrirtæki.
Read MoreÞað getur virst flókið að nota rétt fornöfn um einstaklinga. Sagnfræðineminn Valgerður Hirst Baldurs, Vallý, tók saman fræðandi umfjöllun um fornöfn á Instagram reikningi sínum í gær. Hán ítrekaði að það væri mikilvægt að spyrja einstaklinga hvaða fornöfn þeir noti og muna að það sé ekki hundrað í hættunni þó fólk ruglist. „Þetta er eins og að ruglast á nöfnum, man segir bara sorry og heldur áfram”, segir Vallý.
Read MoreHugrænar skekkjur koma fyrir okkur öll og skiptast þær gróflega upp í þrjá hópa og falla í flokka um minni, félagslegar aðstæður og hvernig við tökum ákvarðanir eða hegðum okkur. Hugrænar skekkjur er mjög margar en hér tel ég upp tíu þeirra sem mér finnst skemmtilegastar.
Read MoreSamkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Environice á sauðfjárræktin stærsta kolefnissporið af innlendri matarframleiðslu hérlendis, því næst laxeldið, en grænmetið losar lang minnst.
Read More„Þetta er klárlega grafalvarlegt mál. Fyrir mér er þetta stærsta áskorun 21. aldarinnar,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra um neikvæða þróun í loftslagsmálum. „Mér finnst samt sem áður mikilvægt að við horfum á þetta sem áskorun, ekki bara sem vandamál. Það er merkingarmunur á því.“
Read MoreAnna, Gríma og Kristín deila með lesendum jólalegum leyndarmálum úr eldhúsinu.
Read MoreBetra er að gefa en að þiggja… en ekki ef þú ert fátækur námsmaður og átt engan pening. Þá verða jólagjafirnar algjör höfuðverkur. Hér eru nokkrar hugmyndir að ódýrum jólagjöfum sem geta glatt án þess að tæma (fyrirfram tóma) budduna.
Read MoreÞað getur verið mjög mismunandi hvernig og hvenær menningarsamfélög halda upp á jólin. Jólahefðirnar geta verið allt frá því að kaupa jólamatinn í KFC eða setja skóinn sinn upp í glugga. Sumar fjölskyldur hittast og skera út laufabrauð á meðan aðrar fara út og höggva niður jólatré. Stúdentablaðið náði tali af nokkrum háskólanemum sem voru tilbúnir til þess að segja aðeins frá því hvernig þeir halda upp á jólin og frá jólahefðum þeirra.
Read MoreÞau okkar sem fylgjast með Villa gegnum samfélagsmiðla vita að hann er sannkallaður gleðigjafi. Í kringum Villa er einhver ótrúlega smitandi gleði. Líklega er hún svona smitandi vegna þess hve einlæg hún er.
Read MoreSamgöngustjóri Reykjavíkur, Þorsteinn Rúnar Hermannsson, segir það að setja Miklubraut að hluta í stokk hafa marga kosti í för með sér fyrir stúdenta. Til dæmis yrðu aðstæður á yfirborði talsvert betri, þar sem aðgengi vistvænni samgangna yrði gert greiðara og sett í forgang.
Read More