Posts in Annars eðlis
Þörf á einstaklingsmiðaðri þjónustu fyrir þau sem nota vímuefni í æð

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík, hefur verið starfandi síðan 2009 og er stýrt af Svölu Jóhannesdóttur. Markmið verkefnisins er að ná til einstaklinga sem nota vímuefni í æð og þeirra sem eru heimilislausir og bjóða þeim skaðaminnkandi aðstoð í formi nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu.  

Read More
Hvaða fornöfn á ég að nota og hvernig?

Það getur virst flókið að nota rétt fornöfn um einstaklinga. Sagnfræðineminn Valgerður Hirst Baldurs, Vallý, tók saman fræðandi umfjöllun um fornöfn á Instagram reikningi sínum í gær. Hán ítrekaði að það væri mikilvægt að spyrja einstaklinga hvaða fornöfn þeir noti og muna að það sé ekki hundrað í hættunni þó fólk ruglist. „Þetta er eins og að ruglast á nöfnum, man segir bara sorry og heldur áfram”, segir Vallý.

Read More
Jólin: Kjöthlaup, Ikea geitin og smáréttir sem byrja á Y

Það getur verið mjög mismunandi hvernig og hvenær menningarsamfélög halda upp á jólin. Jólahefðirnar geta verið allt frá því að kaupa jólamatinn í KFC eða setja skóinn sinn upp í glugga. Sumar fjölskyldur hittast og skera út laufabrauð á meðan aðrar fara út og höggva niður jólatré. Stúdentablaðið náði tali af nokkrum háskólanemum sem voru tilbúnir til þess að segja aðeins frá því hvernig þeir halda upp á jólin og frá jólahefðum þeirra.

Read More