Yenomi Park, ung norðurkóresk kona, hélt nýverið erindi í Háskóla Íslands. Þar sagði hún sögu sína. Til að lýsa lífinu í Norður-Kóreu benti hún á líkindi við bækur George Orwell 1984 og Animal Farm og kvikmyndina The Truman Show.
Read MoreÞað er til mikils að vinna fyrir háskólastúdenta að gæta að því að sofa vel og viðhalda heilbrigðum svefnvenjum. Svefn viðheldur m.a. mikilvægri virkni, jafnvægi taugakerfisins og sálrænni vellíðan.
Read MoreÞví er eins farið með íslenska tungu og íslensk stjórnmál að sitt sýnist hverjum. Sumir geta ekki hugsað sér að „það hafi verið hrint þeim“ eða að „þeim hafi vantað eitthvað“ en öðrum þykir ekkert athugavert við slíkt málfar.
Read MoreStúdentablaðið efndi til ljóðasamkeppni nú á haustdögum í aðdraganda Alþingiskosninganna. Allir nemendur Háskóla Íslands voru hvattir til að senda inn ljóð en ljóðin þurftu á einn eða annan hátt að tengjast komandi kosningum eða atburðum síðustu mánaða sem leiddu til stjórnarslitanna.
Listafólki er margt til lista lagt. Það hefur unun á listum. En til þess að geta blásið út þarf listafólk fyrst að fá innblástur. Hér er því listi eftir listamann yfir þau verk sem hafa veitt henni innblástur undanfarið. Mælst er til þess við viðkomandi að valið sé eitt verk úr hverjum af eftirfarandi flokkum: tónverk, myndverk, textasmíð, kvikmynd og hönnun - en taumlausum listamönnum í flóknum skóm er þó leyft að fara frjálsum höndum um hvaða listform eru valin til að fylla sætin fimm.
Eydís Blöndal gaf út aðra ljóðabók sína á dögunum, bókina Án tillits. Hún gaf bókina út upp á eigin spýtur og segir það skemmtilegra en að gefa út í samráði við útgefanda. „Það er svo gott að hafa frjálsar hendur, hafa engan sem ritstýrir mér, sem er kannski galli líka. Ljóðin mín eru persónuleg og þurfa að koma frá hjartanu.”
Read MoreÞann 28. október næstkomandi ganga Íslendingar til kosninga. Stúdentablaðið lagði nokkrar spurningar fyrir flokkana um stefnu þeirra er varða háskólana og málefni stúdenta.
Read MoreHaustið er loksins komið. Gul, rauð og brún laufblöð hafa fallið víðsvegar um háskólasvæðið. Í kaldri októberbirtunni er ekkert betra en að stíga á þurr laufblöðin og heyra viðkvæmu stilkana brotna. Bráðum kemur hins vegar veturinn, laufblöðin hverfa með blautum, köldum útsynningi og lokapróf taka við hjá kaffiþyrstum stúdentum sem virðast bara nýsestir í hörðu stólana í lesstofunum á Háskólatorgi.
Read More"Together with Stefano Rosatti (adjunct lecturer and Head of the Department of Italian for the academic year 2017-2018) we have recently reformed the entire B.A. programme so as to make it possible also for absolute beginners to enroll in the course,” says Edoardo Mastantuoni, adjunct lecturer at the Italian Department of the University of Iceland, in an interview with Stúdentablaðið.
Read More„Ég ásamt Stefano Rosatti (aðjúnkt og forstöðumaður ítölskudeildar skólaárið 2017-2018) endurskipulögðum nýlega allt BA-námið til þess að gera algjörum byrjendum kleift að skrá sig í námið,” segir Edoardo Mastantuoni, aðjúnkt við ítölskudeild Háskóla Íslands, í samtali við Stúdentablaðið.
Read More„Almennt séð finnst mér framtíðin vera björt, ég held að íslensku samfélagi sé nauðsynlegt að hafa sterka háskóla og þetta gengur eiginlega bara út á það að það sé spennandi að búa hérna á Íslandi, hafa hérna öflugt þekkingarsamfélag og ef það á að vera, þá verður að vera öflugur háskóli,” segir Jón Atli í viðtali við Stúdentablaðið.
Read MoreÉg stöðvaði mótorinn við upphaf götunnar. Festi bátinn við veðrað götuskiltið og óð út í. Sjórinn var ekki djúpur svona langt inni í hverfinu, rétt náði mér upp að mjöðmum. Það tók mig smá tíma að átta mig á staðháttum enda þrjátíu ár síðan ég hafði komið hingað síðast. Ég var í kringum sextán þegar ég flutti út, rétt eftir tíu ára afmæli litlu systur minnar. Síðan þá hafði mér aldrei hugnast að koma hingað. Ekki fyrr en nú.
Read MoreLaganeminn Hrafnkell Ásgeirsson er fyndnasti háskólaneminn 2017. Hrafnkell nældi sér í nafnbótina á úrslitakvöldi keppninnar sem fram fór á Stúdentakjallaranum þann 28. mars síðastliðinn. Að launum hlaut hann hvorki meira né minna en 100 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og boð um að troða upp í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt grínistunum góðkunnu í Mið Íslandi.
Read MoreFor many of us, social media has become an inseparable part of daily life. In the past few years social media has reached a vast circulation and completely changed how we communicate. Facebook is by far one of the biggest social media sites out there and there seems to be no sign of a decrease in new users.
Read MoreFyrir mörgum eru samfélagsmiðlar orðnir órjúfanlegur partur daglegs lífs. Á aðeins fáum árum hafa þeir náð gríðarlegri útbreiðslu og gjörbylt því hvernig fólk á samskipti. Langstærstur þeirra miðla er Facebook og virðist fjölgun notenda þar engan enda ætla að taka.
Read MoreÁ okkar alnetsöld eru árangursríkustu tónlistarmennirnir markaðsfræðingar, tónlistin sjálf er mikilvægt markaðstól og nýjar stefnur og uppreisnir tónlistarmanna eru æ fljótar gerðar að söluvöru. Tengslin milli þessara tveggja fyrirbæra, tónlistar og markaðssetningar, hafa þó engu að síður alltaf verið til staðar að einhverju leiti. Einn áhugaverður angi þessa þverskurðar er svokölluð biðtónlist eða lyftutónlist.
Read More“Wow, Literary theory, really… You know you’ve got the brains to study mathematics or engineering, right?” says an uncle of mine who shall remain nameless, and wrinkles his nose. I look down at my hands. Maybe he’s right. There’s no point in scrutinizing writings and speculating about earlier societies. There’s no point in asking why humans are here on earth and what their purpose is. Or what?
Read More„Bókmenntafræði.. já, já. Þú veist að þú hefur alla burði til þess að fara í stærðfræði eða verkfræði er það ekki?“ segir ónefndur frændi minn og fitjar upp á nefið. Ég horfi í gaupnir mér. Kannski er þetta rétt hjá honum. Það er ekkert vit í því að greina ritverk í þaula og spá í samfélagi fyrri tíma. Spyrja sig hvers vegna við mennirnir séum hér á jörðinni og hvert sé hlutverk mannkyns. Eða hvað?
Read MoreMargrét Björk Ástvaldsdóttir is a sociology student and the Vice Chairman of the University of Iceland’s Feminist Association, which recently celebrated Period Days for the first time. Many interesting lectures on periods were held during the Period Days, which lasted for three days.
Read MoreMargrét Björg Ástvaldsdóttir er nemandi í félagsfræði og er varaformaður Femínistafélags Háskóla Íslands sem á dögunum hélt túrdaga í fyrsta sinn. Túrdagar stóðu yfir í þrjá daga þar sem meðal annars var boðið upp á marga áhugaverða fyrirlestra um blæðingar.
Read More