Styrkja stöðu menningargreina

Menningarfélag HÍ er félag framhaldsnema í menningargreinum við Íslensku- og menningardeild. Félagið stendur fyrir ýmiss konar viðburðum en þar má nefna kvikmyndasýningar, umræðufundi, leshringi og málþing. „Þetta er góður vettvangur til að tala um námið. Þegar komið er út í þessi fræði getur maður ekki endalaust talað við fjölskyldu og vini um það sem maður er að læra og þá er fínt að hitta aðra sem eru á svipuðum stað.“

Read More
Langaði helst að vera rokkari í hljómsveit

„Ég var hættur í skóla, rosa týndur og vissi ekkert hvað ég vildi gera. Ég bjó á Selfossi og langaði helst bara að vera rokkari í hljómsveit. Ég sótti síðan um tvö störf sem voru auglýst á svæðinu, annars vegar sem blaðamaður hjá Glugganum og hins vegar sem námsráðgjafi í Vallaskóla. Skiljanlega fékk ég ekki starf sem námsráðgjafi en hún Þóra á Glugganum gaf mér séns  og starfið þar kveikti einhvern áhuga sem varð að lokum til þess að ég flutti til Reykjavíkur til að starfa við fjölmiðla.“

Read More
Skóladagur í lífi Þórhalls Auðs

Í miklum hamagangi burstaði ég tennurnar og í æsingnum burstaði ég á mér tunguna með aðferð sem hreinsar hana með því að skafa efsta millimetrann af henni með handafli. Þetta var ekki ætlunin, enda hoppaði kaffið mitt upp úr maganum eftir stutta dvöl, baðaði tungu og tennur með brúnni magasýrulausn og hélt þaðan leið sinni áfram, að mestu leyti, ofan í vaskinn.

Read More
LífstíllStúdentablaðið
Nokkur ráð til nýnema

„Tekurðu mig ekki bara með?“ Alltaf að sníkja far í partí. Það er fátt leiðinlegra en að vakna með hausverk og bíllinn ennþá á djamminu. Með því að skröltast út í bíl eykurðu líka möguleikana umtalsvert á að gera daginn bærilegan. En talandi um það. Af hverju er ekki heimsending á nammi einhvers staðar?

Read More
Fíknin mín

„Það var fallegt sumarkvöld. Ég lá í sófanum og horfði á HM í fótbolta. “Ætlarðu að horfa á alla leikina?” spurði betri helmingurinn. Mér fannst spurningin fáránleg. “Ætlum við ekki að gera neitt saman?” hélt hún áfram. Ég svaraði að hún gæti auðvitað horft á leikinn með mér. Bætti svo við að það væri stutt síðan við gerðum eitthvað saman. Reyndar mundi ég ekki nákvæmlega hvað það var en það er önnur saga.“

Read More
Myndir þú ferðast til Palestínu?

„Það er róandi að dunda sér við að tína fallega sívala nammið af tré sem tekur 500 ár að vaxa. Í þokkabót veitir þú heimamönnum vernd við tínsluna með nærveru þinni. Hermenn eru oftast ekki langt undan. En óttastu ei, það mun að öllum líkindum ekkert henda þig. Ísraelsher er ragur við að gera útlendingum illt því þeim er mikið í mun við að komast hjá alþjóðaumfjöllun um óréttlætið sem þeir beita á herteknu svæðum Palestínu, enda kolólögleg aðskilnaðarstefna sem þar fer fram.“

Read More
Aðrir pæla meira í því að ég sé kona

„Ég labbaði í Vesturbæjarskóla og hitti fullt af skemmtilegum karakterum sem maður gleymir ekki. Ég setti upp leikrit úti á götu og borgaði fólk 50 kall til að sjá leikritin. Ég á margar mjög góðar minningar frá þessum árum. Þegar ég var 7 ára flutti ég svo í Kópavog. Ég fann mig ekki vel í Kópavogi og varð fyrir einelti, án þess að fara nánar út í það núna. Þar var ég í skólahljómsveit Kópavogs og í öllum pásum þegar aðrir voru frammi var ég að prófa öll hljóðfærin og kenndi mér á þau sjálf.“

Read More
LífstíllStúdentablaðið