Nokkur ráð til nýnema
Þeir sem sögðu að menntaskólaárin væru bestu ár lífsins útskrifuðust sennilega aldrei úr menntaskóla. Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga ef þú ert nýnemi.
10. „Bara verið að elda?“ Það er víst þannig að þú ert að hefja núðlusúpukafla lífs þíns. Fattar að maturinn sem kemur á borðið hjá mömmu kom ekki úr ísskápnum sjálfum heldur úr búðinni eftir að mamma keypti hann. Ef þú ert utan af landi hefurðu ekki tök á því að fara í mömmumat eins oft og þú hefðir viljað. Þá er snilldar ráð að kíkja í heimsókn til ættingja eða vina rúmlega átjanhundruð. Áður en þú veist af byrjar einhver á heimilinu að elda. Ef þú segir hátt og snjallt „bara verið að elda?“ eru yfirgnæfandi líkur á því að lagt verði á borð fyrir þig líka.
7. „Ég er með glósur frá því í fyrra.“ Sá sem segir þetta er strax búinn að afla sér gríðarlegra vinsælda. Það er líka ekki vitlaust að stúdera aðeins bókalistann því þú gætir dottið í lukkupottinn og hjálpað einhverjum sem þig langar að kynnast betur.
6. „Við erum með afslátt þar.“ Ég veit að þetta er dálítið nördalegt en ef þú spáir í stúdentaafslætti ertu heldur betur að spara þér pening. Þú ert að fara að strauja kortið þitt milljón sinnum næstu árin og hví ekki að spara að minnsta kosti í þúsundustu hverri færslu?
5. „Við getum hist heima hjá mér.“ Það er fátt betra en að eiga einhvern grjótstöðugan bekkjarfélaga sem hýsir reglulega teiti. Margt smátt gerir eitt stórt á líka vel við þegar dósirnar safnast saman. Það skiptir engu máli hvort um daunilla táfýluíbúð er að ræða eða prinsessubústað. Fólk vantar bara stað. Passaðu samt að DJ-skiptrack sé ekki að sjá um tónlistina. Það er fátt leiðinlegra. Það getur líka verið sniðugt að bjóða nágrannanum að mæta. Sér í lagi ef þú ert á Stúdentagörðunum. Og plís ekki vera týpan sem kvartar yfir partí þegar það er helgi.
4. „Ha? Gleymdist viðhengið?“ Þú ert kannski ekki alveg búinn að fatta að þú ert ekki lengur í menntaskóla og þarft því aðeins lengri tíma í verkefnavinnuna. Þá er að kaupa sér tíma. Elsta brellan er að senda tölvupóst eins og þú sért að skila en „gleyma“ að senda viðhengið með. Daginn eftir færðu svo póst frá kennara um að viðhengið hafi vantað. Þú sérð það en getur sagt að þú hafir ekki séð póstinn strax, svona loksins þegar þú skilar. Öllum getur orðið á en ef þú ferð að stunda þetta gætirðu lent í klandri eða fengið það orðspor á þig að þú sért hálfviti.
1. „Auðvitað er ég að fara.“ Þetta er svarið sem þú ætlar að hafa þegar þú ert spurður hvort þú ætlir ekki í Vísó! Það eru allt of margir sem ná ekki að skrá sig og missa af allri þeirri snilld sem góð vísindaferð hefur upp á að bjóða.
9. „Tekurðu mig ekki bara með?“ Alltaf að sníkja far í partí. Það er fátt leiðinlegra en að vakna með hausverk og bíllinn ennþá á djamminu. Með því að skröltast út í bíl eykurðu líka möguleikana umtalsvert á að gera daginn bærilegan. En talandi um það. Af hverju er ekki heimsending á nammi einhvers staðar?
8. „Ert þú búin að vinna hérna lengi?“ Það er algjört atriði að vingast við elskurnar á kaffistofunum. Þær verða þér eins og mamma eða amma ef því er að skipta. Þegar þú átt ekki þinn besta dag geturðu farið á kaffistofuna og spjallað um daginn og veginn og fengið hlýlegt viðmót. Konan í Árnagarði hentar t.d. ákaflega vel í þetta hlutverk.
3. „Ég skilaði í gær.“ Þegar þú ert búinn að átta þig á öllu saman áttarðu þig jafnframt á því að ef þú hefur metnað er námið bæði skemmtilegra og auðveldara. Það er fátt meira pirrandi en að komast ekki eitthvert af því að maður þarf að læra. Þá er betra að hafa bara skilað degi fyrr og geta gert það sem manni dettur í hug.
2. „Ég spurði bara.“ Það er einmitt málið. Ekki láta eitthvað óþarfa drasl vefjast fyrir þér. Farðu frekar á þjónustuborðið eða upp á skrifstofu SHÍ og spurðu frekar en að fá kvíða yfir einhverju eða virka eins og álfur út úr hól. Fólk sem er ekki með hlutina á hreinu fer líka að misskilja og búa til einhverja vitleysu. Eins og til dæmis hvað verkefni eiga að vera löng, hvenær á að skila, hvar maður nettengir tölvuna o.s.frv.