Segir fleiri leita til ættingja við kaup á fyrstu fasteign

„Það vantar gríðarlega mikið af húsnæði, við höfum verið að kortleggja húsnæðisþörfina og unnið bæði með Íbúðalánasjóði og aðilum vinnumarkaðsins,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Blaðamenn Stúdentablaðsins hittu Ásmund á dögunum og ræddu við hann um húsnæðisvandann sem mörg standa frammi fyrir.

Read More
Þurfa að auka útgjöld um þrjá milljarða til að ná settum markmiðum

Ljóst er að Stúdentaráði Háskóla Íslands, SHÍ, þykja fjárlög ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 mikil vonbrigði. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kom fram að stefnt væri að því að fjármögnun háskólastigsins næði meðaltali OECD ríkjanna fyrir árið 2020 og meðaltali Norðurlandanna fyrir árið 2025. Í umsögn SHÍ um fjárlögin kemur fram að það muni líklega ekki nást með þessum fjárlögum.

Read More
Bestu podköstin fyrir langferðalög

Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð, og þegar við tökum okkur pásu frá lærdómnum til að njóta sólarinnar er gott að hafa eitthvað nýtt til að sökkva tönnunum í. Hvort sem þú ert á bílferðalagi, ferðast um álfuna í lest eða flýgur yfir hálfan hnöttinn er podkast (e. podcast) hinn fullkomni ferðafélagi. Nístandi hlátur, hugvekjandi uppgötvanir eða áhugaverðar umræður; þessi listi býður upp á eitthvað fyrir alla.

Read More
MenningEve Newstead
Konan alltaf fyrst og fremst kona

Í nóvember síðastliðnum var gefin út ný ensk þýðing á Ódysseifskviðu Hómers. Slíkt er þó varla í frásögur færandi - enskar þýðingar á hinni forngrísku Ódysseifskviðu eru um sjötíu talsins og það var ekki lengra liðið en rúmt ár frá annarri nýrri þýðingu á Ódysseifskviðu. Það sem þykir hins vegar markvert við þýðinguna frá nóvember 2017 er einkum tvennt: í fyrsta lagi þykir hún ,,fersk“ og í öðru lagi er þýðandinn, breski fornfræðingurinn Emily Wilson, kona. Hún er fyrsta konan til þess að þýða Ódysseifskviðu yfir á ensku.

Read More
Innblástur listamanns tölublaðsins : Korkimon

Melkorka Katrín eða Korkimon er ung myndlistarkona sem opnaði nýverið sína fyrstu einkasýningu, Metnaðargræðgi. Hún útskrifaðist úr myndlistarnámi við Sarah Lawrence skólann í New York 2017. Verk hennar eru fjölbreytt, allt frá skúlptúrum yfir í verk unnin úr ljósmyndum, en bera með sér ýmis sameiginleg stíleinkenni. Oft á tíðum eru þau hrá eða ókláraður bragur yfir þeim, og aflagaðir líkamshlutar eru algengt viðfangsvefni. Hér er það sem hefur veitt henni innblástur undanfarið.

Read More
Máltökurannsóknir Sobegga afa

Lengi vel var talið að máltaka barna væri auðskýranlegt, og í raun ómerkilegt, viðfangsefni. Börn þóttu tala ófullkomið mál sem væri ekki þess virði að rannsaka. Þetta viðhorf til barnamáls breyttist hins vegar á sjötta áratug seinustu aldar þegar málfræðingar sneru sér að meðfæddri málkunnáttu mannsins. Þá fóru þeir í auknum mæli að skoða máltöku barna sem upphafsstig þessarar innbyggðu málhæfni.

Read More
Íslenska listasumarið 2018

Sumarið er handan við hornið og verður það smekkfullt af list, þá sérstaklega af tónlist. Ýmsir þekktir tónlistarmenn eru á leiðinni til landsins til að halda sína eigin tónleika, þar á meðal Billy Idol, Jessie J og Katie Melua. Tónlistarhátíðir og listahátíðir verða jafnframt áberandi í ár eins og áður. Það er því ekki seinna vænna að fara að kynna sér hvað íslenska listasumarið hefur upp á að bjóða og Stúdentablaðið kynnir hér brot af því besta.

Read More
Stefna á að fara með geðfræðsluna niður á grunnskólastig

Geðfræðslufélagið Hugrún hefur ekki setið auðum höndum að undanförnu, en félagið hefur meðal annars vakið mikla athygli fyrir verkefnið Huguð, auk þess sem það hefur sem fyrr staðið fyrir fræðslu um geðheilbrigði og geðsjúkdóma í framhaldsskólum landsins. Á dögunum kaus félagið sér nýja stjórn, en Kristín Hulda Gísladóttir er nýr formaður Hugrúnar. Stúdentablaðið hitti hana og tók púlsinn á geðfræðslufélaginu Hugrúnu sem er að byrja sitt þriðja starfsár.

Read More
Kona má láta sig dreyma

,,Ef ég á að taka draum minn enn lengra væri ég jafnvel til í að sjá grænt svæði í staðinn fyrir malarbílastæðið, að Miklabrautin yrði sett í stokk og að 500 stúdentaíbúðir myndu rísa þar sem Fluggarðar standa núna. Kona má nú láta sig dreyma. “

Read More