Um sjálfsást

Þýðing: Árni Pétur Árnaon

Í huga margra hefur orðið „sjálfsdýrkandi“ (e. Narcissist) merkinguna „sjálfhverf manneskja“ en í hins vegar er „sjálfsást“ (e. Narcissism) veila sem felur í sér meira en bara sjálfhverfu og drýldni. Fólk sem þjáist af henni getur verið allt frá því að vera pirrandi til þess að vera hættulegt andlegri heilsu annarra og allt þar á milli. Þess vegna er gott að öðlast nokkra vitneskju um fyrirbærið.

Mynd: Af Google – Creative Commons leyfi

Áður en ég held áfram vil ég setja fram þann fyrirvara að ég er bara blaðamaður og ekki sérfræðingur, jafnvel þótt ég hafi ágætis þekkingu á málinu. Mín þekking er sprottin úr eigin lestri og upplifunum og er ekki ætlað að setja merkimiða á nokkurt man. Fyrir dýpri skilning mæli ég með því að þú leitir tilsagnar sérfræðinga og lesir ritstýrðar fræðigreinar. Auðnálganlegri er síðan YouTube-rás Dr. Ramanis, klínísks sérfræðings sem hefur sérhæft sig í sjálfsást og getur tekið efnið nánar fyrir en mér leyfist í þessari einfölduðu grein.

Sjálfsástarpersónuleikaröskun tilheyrir svokölluðum „Cluster B“-flokki persónuleikaraskana. Sá flokkur einkennist af vangetu einstaklings til að koma böndum á tilfinningar sínar og mynda langvarandi sambönd við annað fólk.

Helsta birtingarmynd sjálfsástar er að fólk sem þjáist af henni líður jafnan eins og það beri sig með af klunnaskap eða finnur fyrir ýktum tilfinningum eins og pirringi eða reiði þegar það er ekki miðpunktur athyglinnar. Vegna þessa þróar það oft með sér tæki og tól sem beita má til að stjórna öðrum og beina athyglinni aftur að sér, sem leiðir oft til óhóflegra átaka í einkalífi þess. Líta má á sjálfsdýrkendur sem botnlausa bolla; þannig geti annað fólk fyllt sinn tilfinningabolla af sjálfsdáðum og haldið hluta tilfinningalífs síns fyrir sig. Bolli sjálfsdýrkenda er hins vegar botnlaus og hann má einungis fylla tímabundið með viðbrögðum annars fólks. Því er mikilvægt að nefna að sjálfsdýrkendur sækjast eftir hvers kyns athygli, slæmri, reiðiþrunginni, góðri eða hvers kyns sem er; það skiptir ekki máli. Þau vilja bara vera til umræðu og fá færi á að sýna „yfirburði“ sína.

En hvernig má greina sjálfsdýrkanda frá öðrum? Er það kannski bara allt sjálfhverft fólk? Nei. Til eru þónokkrar leiðir til að sjá hvort fólk tilheyri hópi sjálfsdýrkenda eða er bara öruggt með sig.

Nr. 1: Hvernig nálgast það þig eða annað fólk?

Er einhvert sem virðist alltaf eiga til undraverðar sögur? Sem er alltaf viðkunnanlegt úr hófi fram og virðist alltaf geta beint samtalinu aftur að sér sjálfu? Eða tekur öllu of persónulega? Ef svo er, gæti verið að um sjálfsdýrkanda að ræða. Í stórum hópum reyna þau að halda athyglinni stöðugt á sér og missa áhugann hratt þegar athyglin beinist annað. Í samtölum undir fjögur augu deila þau annað hvort of mörgum staðreyndum um sig eða alls engum og vilja vita sem mest um viðmælandann (passaðu þig að deila ekki of miklu um þig þar sem sjálfsdýrkandinn notar hvað sem er gegn viðmælanda ef honum finnst það vera sér til framdráttar). Almennt hafa heilbrigðir einstaklingar eðlilegri leiðir til að nálgast annað fólk og kynnast því hægt og rólega í stað þess að reyna að verða besti vinur þess með því að deila öllum leyndarmálum sínum og hugarangri strax á fyrstu vikum eftir fyrstu kynni.

Nr. 2: Líður þér eins og þú þurfir að taka atburði og samtöl upp á myndband?

Áttu vin eða elskhuga sem lætur þér líða eins og eitthvað gangi ekki upp? Líður þér eins og þú þurfir að taka upp hvert orð sem þú segir til að geta gengið úr skugga um það síðar meir að þú hafir í raun sagt þau því hinn aðilinn gæti neitað með öllu að þú hafir gert það? Líður þér eins og gjörðir þeirra gangi ekki upp í samhengi við sögur þeirra? Þá gætir þú verið í slagtogi við sjálfsdýrkanda. Sjálfsdýrkendur eru jafnan mjög grimm, slæg og undirförul eftir að hveitibrauðsdögum sambandsins líkur. Í fyrstu eru þau „of góð til að vera sönn“ og þegar þú síðan nálgast þau færðu að sjá svívirðilegu hlið persónuleika þeirra. Hún byggist á hagræðingu sannleikans og illkvittinni stjórnun sem þýðir að ef eitthvert lætur þig efast um sjálft þig og gjörðir þínar, ættir þú að gæta þín; viðkomandi gæti verið sjálfsdýrkandi. Sjálfsdýrkendur hata að sýnt sé fram á lygar þeirra og pretti eða flett ofan af góðlegri ásýnd þeirra.

Nr. 3: Það finnur ekki fyrir gleði fyrir hönd annarra

Ef þú tekur eftir því að gretta eða sjálfsánægð athugasemd fylgi í kjölfar hvers ánægjulega atburðar eða afreks eru líkur á því að þú eigir í samskiptum við sjálfsdýrkanda. Mundu að sjálfsdýrkandur vilja vera aðalpersóna í sögu allra sem þau hitta sem þýðir að þín afrek flækjast fyrir í þeirra atburðarás. Ef atburður snýst ekki að öllu leyti um þau missa þau áhugann eða líta atburðinn niðrandi augum. Þannig að ef þú á vin eða maka sem virðist aldrei hafa áhuga á framförum þínum, skaltu forða þér og líta aldrei til baka.

En, af hverju?

Af hverju eru sjálfsdýrkendur svona og af hverju þurfum við að vita af því? Sjálfsdýrkendur hafa verið skilyrtir til þessa hátternis allt frá æsku. Sjálfsást er ekki meðfædd heldur mótast sjálfsdýrkendur af umhverfi sínu. Oftast er það þannig að foreldri þeirra hafa ekki veitt þeim ást og athygli nema fyrir það sem lætur fjölskylduna líta vel út í augum annarra. Eins sorglega og það hljómar, þá neita þau að viðurkenna trámað og bregðast harkalega við ef sýnt er fram á að þau skorti samkennd. Við það er að bæta að engin meðferð við sjálfsást er til staðar.

Þess vegna er gott að vita af sjálfsdýrkendum þar sem þeim fjölgar stöðugt, sérstaklega eftir tilkomu nútímamiðla, og stjórnunareðli þeirra og ill meðferð í garð annarra getur leitt til alvarlegra sálrænna vandamála. Einnig kemur oft fyrir að fólk sem nálgast þau endi fast í ofbeldissamböndum sem geta varað árum saman (ef því tekst nokkurn tímann að losna). Þess vegna mæli ég með því að öll sem hafa minnstu grunsemdir um að þau séu í andlegu ofbeldissambandi, leiti sér frekari upplýsinga um sjálfsást því fólk sem þjáist af henni getur jafnvel látið þig rengja eigin upplifanir.

Before I continue I would like to mention a small trigger warning: I’m just a journalist and even though I have a good understanding of this topic, I’m not a specialist. What I know comes from my personal readings and experiences and is not meant to put labels on anyone. For a more in depth understanding I recommend that you seek further knowledge by talking to professionals and reading academic articles. For easier access, I would also like to mention the YouTtube channel of Dr. Ramani who is an expert clinician on the subject of narcissism and can give way more details than this simplified article.  

The Narcissist personality disorder belongs to the group of “Cluster B” Personality disorders. This group is characterized by the inability of an individual to regulate their emotions and form long lasting relationships. 

The main aspect of Narcissism is that the people who suffer from the disorder tend to feel awkward, irritated or enraged when they are not the center of attention. For this reason, they usually develop emotionally manipulative tools in order to keep the attention on themselves, which often creates excessive drama in their personal life. You can imagine Narcissists to be cups without bottoms; where others can fill their emotional cup on their own and keep some aspects of their lives private, Narcissists have a cup without a bottom and can only temporarily fill it up with the reactions of others. It is important to note that Narcissists seek any kind of attention. Bad, angry, good or whatnot, it doesn’t matter. They just want to be talked about and to have the chance to show how superior they are. 

But how can you spot a Narcissist? Is anyone who is simply ego centric one of them? Well, no. There are a variety of ways to tell if one person belongs to this group or is just self assured. 

Number one: How do they approach you or other people?

Is there a person who always seems to have the most amazing stories at all times? Does this person also seem overly agreeable and have a way of turning every conversation back to themselves or take things a bit too personally? Then you might be dealing with a narcissist. In big groups they tend to try to keep the attention focused on themselves and when they don’t get enough attention they tend to lose interest very fast. In one-on-one conversations they either over-share about themselves or they share nothing and want to know every detail about your life (be careful of sharing these details because they will try to use everything against you if they feel like they have to). Generally, most healthy people will have a more natural way of approaching you and they will get closer to you slowly and gradually instead of trying to become your best friend and tell you all their secrets and dramas within the first or second week of meeting you.



Number two: Do you feel like you have to record stuff?

Do you have a friend or a lover with whom you feel as if what they say doesn’t add up? Do you feel like you have to record what you say in order to make sure you said it, because the other person can outright deny what happened? Do you feel like their actions don’t match their stories? Then you may be in the company of a Narcissist. Narcissists tend to be very cruel, deceiving and two faced after the “honeymoon” phase with them is over. They are going to be “too good to be true” at first and when you come closer they tend to show the very nasty side that they have. This side also contains manipulation. Which means that if a person always makes you unsure of yourself and your past actions, you should watch out: they may be narcissists. After all, if there is one thing that Narcissists hate is being wrong or proven to not be as good as they  present themselves to be. 



Number tThree: They cannot be happy with your success

If you see that after every happy event or success of yours a grumpy face or a smug remark awaits you then chances are that you are dealing with a Narcissist. Remember, Narcissists want to be the main character in everyone’s story and that means that your success gets in their way. If an event is not centered around them they become bored of it or look down upon it. So, if you have this one friend or partner who always seems bored or displeased with your progress, run away and never look back. 

But… Why?

Why are Narcissists like this and why do we need to know about it? Narcissists are generally conditioned to be like this from their upbringing. No one is born a Narcissist: they are created by their surroundings. Usually they come from parents who only love them or pay attention to them when they do something that makes the family look good to the others. As sad as this sounds, they refuse to acknowledge this trauma of theirs and are usually very harsh on others when they have been proven to lack empathy. There is also no known therapy for these people. 

Hence it is good to know about them because, especially with the rise of the media, their population tends to be rising and their manipulation tactics and mistreatment of others can lead to serious mental issues. It is also often that people who come close to them end up in abusive relationships that take years to break out of (and some never manage to do so). Therefore, if anyone has an inkling of doubt about whether or not they are in an emotionally abusive relationship, I would advise them to look deeper into the topic of Narcissism because these people can make you doubt even your own abusive situations.